Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Kærasti Söndru Bullock er látinn – Lýst sem mjög þolinmóðum dýrlingi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kærasti Söndru Bullock, til átta ára, Bryan Randall, er látinn.

Bryan lést eftir þriggja ára baráttu við taugasjúkdóminn ALS, stundum kallaður Lou Gehrig´s Disease. Hann var 57 ára gamall.

„Það er með mikilli sorg, að við deilum með ykkur að þann 5. ágúst, lést Bryan Randall á friðsælan hátt, eftir þriggja ára baráttu við ALS,“ sagði fjölskylda hans í tilkynningu. „Bryan kaus snemma að halda baráttu sinni við ALS leyndri og við sem önnuðumst hann gerðum okkar besta til að verða við beiðni hans. Við erum gríðarlega þakklát þeim óþreytandi læknum sem fóru með okkur um landslag þessa sjúkdóms með okkur og þeim ótrúlegu hjúkrunarfræðingum sem urðu herbergisfélagar okkar en þau fórnuðu oft eigin fjölskyldum til að vera með okkar. “

Fjölskylda Bryans óskaði eftir frið svo þau gætu „syrgt og sætt sig við þann ómöguleika að geta kvatt Bryan.“

Sandra, 59 ára, var fyrst bendluð við Bryan árið 2015, stuttu eftir að hún hafði ráðið hann til að ljósmynda afmælisveislu fimm ára sonar hennar. Síðar sama ár, sagði heimild E! News að Bryan hefði „formlega flutt inn“ með Miss Congeniality stjörnunni, eftir að hún ættleiddi seinna barn sitt, dótturina Lailu.

„Þegar ég hitti hann, en við vorum ekki búin að vera saman það lengi, sagði ég „Mannstu þegar þú skrifaðir undir þagmælskuskjalið þegar þú ljósmyndaðir son minn?“,“ rifjaði Sandra upp er hún kom fram í spjallþættinum Red Table Talk árið 2021. „Þú veist að það er enn í gildi … því ég er að koma heim með barn þegar ég kem aftur frá Toronto“.“

- Auglýsing -

Hún útskýrði hvernig listamaðurinn hefði haldið sig algjörlega fyrir utan sviðsljósið áður en þau byrjuðu samband sitt og tók fram að „allt líf hans fór á útopnu vegna mín.“ Sandra bætti við: „Hann var svo ánægður en hann var hræddur. Ég er jarðýta. Líf mitt var þá þegar á fullu stími og þarna var þessi fallega manneskja sem hafði engan áhuga á því sem fylgdi mínu lífi en var akkurat rétta manneskjan til þess að vera í því.“

Þegar Sandra var beðin um að lýsa kærastanum sagði hún Bryan vera „mjög þolinmóður“ og „dýrlingur“. Sagði hún ennfremur að Bryan hefði „þróast á stigi sem er ekki mennskt“ og að hann hefði fljótt orðið föðurímynd fyrir Louis, 13 ára og Lailu, 11 ára.

E! News sagði fréttina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -