Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Albert var rekinn vegna Samherja: „Ég er greinilega fyrir þessari sveitarstjórn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Albert Ó. Geirsson var rekinn úr hafnarnefnd vegna Samherja árið 2004.

„Áhöfnin var á Hornafirði og annarsstaðar og ég hefði ekki fengið mannskap fyrr en klukkan 2 daginn eftir. Auk þess var laust pláss við ytri bryggjuna fýrir Björgólf, en sú staðsetning er erfið fyrir minni skip eins og Kambaröstina,“ sagði Albert í viðtali við DV árið 2004 um málið. Kambaröst, bátur Alberts, lá bundinn við bryggju í heimahöfn sinni á Stöðvarfirði. Albert var beðinn um að færa bátinn til þess að bátur Samherja kæmist að en að sögn Alberts var það ómögulegt á þeim tímapunkti. 

„Þetta er eins og ef lögreglan stoppar þig á Miklubrautinni og segir þér að fara eftir einhverju „ritúali“ sem lögreglan fyrirskipar. Menn þurfa að lúta yfirvaldinu. Í þessu tilfelli var Albert beðinn um að færa bátinn því það þurfti annar að fá stæðið og því var hafnað,“ sagði Guðmundur Þorgrímsson, oddviti Austurbyggðar, um málið.

Albert var hluti af hafnarnefnd Austurbyggðar og var skipaður í hana sem fulltrúi Framsóknarflokksins.

„Menn eru skipaðir inn í nefndir af Framsóknarflokknum og ef menn vinna gegn hagsmunum sveitarfélagsins þá ber ekki viðkomandi listi ábyrgð á viðkomandi manni inni í nefnd og þá er þetta leiðin,“ sagði Guðmundur.

Í fréttinni er sagt frá því að Samherji hafi verið með stærstu útgerðina á Stöðvarfirði en Albert með þá næststærstu. Albert segir að brottreksturinn úr nefndinni hafa komið sér á óvart

- Auglýsing -

„Ég fékk símtal frá Ævari Ármannssyni, formanni byggðarráðs, og hann spurði hvort ég væri tilbúinn að segja mig úr nefndinni. Ég sagði nei. Þá sagði hann að ég mætti búast við því að vera vikið úr nefndinni. Síðan hef ég ekki heyrt af þessu meira en skilst að þetta hafi komið fram á sveitarstjórnarfundi sem var útvarpað,“ sagði Albert um hvernig staðið hefði verið að málunum.

„Venjulega fær áhöfnin tækifæri til að komast til að færa bátinn og það ættu nú allir að skilja,“ sagði Albert. „Togari Samherja er skilinn eftir öðru hvoru við höfnina og öll áhöfnin fer til Akureyrar. Þá fara allir í burtu, þannig að það yrði ekkert hægt að færa hann. Ég lendi oft í að færa minna skipið mitt frá með litlum fyrirvara svo Samherji komist að, en menn verða að sýna tillitssemi og þolinmæði. Ég er greinilega fyrir þessari sveitarstjórn með þennan bát minn héma. Ef ég get ekki unnið í bát hérna milli vertíða eða þess háttar, þá bara er sjálffært að ég get ekki verið á staðnum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -