Þriðjudagur 22. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Anna mun aldrei bakka með orð sín um Samtökin 22: „Enda geisla ég af sakleysi eins og þjóð má vita“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir svaraði hótunum formanns Samtakanna 22 um lögsókn vegna meiðyrða, sem Mannlíf sagði frá í gær, í nýjustu dagbókarfærslu sinni.

Mannlíf sagði frá því í gær að Eldur Ísidór DeVille, formaður Samtakanna 22, hafi hótað að heyra í lögfræðingi samtakanna, dragi Anna ekki til baka orð sem hún lét falla í dagbókarfærslu sinni. Anna var í færslunni að furða sig á uppgangi hópa „hatursfólks gegn transfólki“ en þar sagði hún meðal annars: „Svo eru það Samtökin 22 sem virðast vera með það eitt á stefnuskránni að vera hommar sem hatast út í transfólk.“

Sjá einnig: Formaður meintra haturssamtaka hótar málsókn: „Ég hef samband við lögfræðing okkar“

Í nýjustu dagbókarfærslu sinni minnist Anna á hótun Elds en hún segist ekki fagna yfirvofandi stefnu en að hún muni aldrei bakka með orð sín. Þá segist hún hafa ýmislegt ósagt um Samtökin 22 en að hún vilji ekki skemma Gleðivikuna en „það fær vonandi að flakka eftir helgina.“

Færslubrotið má lesa hér fyrir neðan:

„Ég frétti það í kvöld frá Mannlífi að formaður Samtakanna 22 ætlar að stefna mér eða kæra mig, hvort heldur er, væntanlega fyrir meiðyrði í sinn garð og Samtakanna 22. Ég get ekki sagt að ég fagni slíku, hvort heldur er um að ræða stefnu eða ákæru, enda geisla ég af sakleysi eins og þjóð má vita. Formaður umræddra samtaka má vita það að ég mun aldrei bakka með orð mín ef komi til málshöfðunar og ef svo illa fer að ég tapi málinu, sem mér finnst ólíklegt, þá mun ég mæta fyrir dómara hér í Paradís.

Það er ýmislegt ósagt um Samtökin 22 sem ég hefi verið beðin um að þegja yfir til að spilla ekki Gleðivikunni, Reykjavík Pride, en það fær vonandi að flakka eftir helgina.
Ef svo illa fer að ég verði dæmd sek af orðum mínum, mun vafalaust fylgja á eftir vist í dýpstu dýflissum spænska rannsóknarréttarins, en þá veit ég ekki hvort að ég megi hafa tölvuna með í dýflissuna og því óvíst hvort að frekari pistlaskrif verði eftir það.
Ég veit um nokkra lögfræðinga sem eru tilbúnir til að verja mig út í rauðan dauðann.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -