Allir einstaklingar sem sendu inn umsagnir um nýja byggð í Breiðholti voru andvígir byggðinni.
Til stendur að byggja nýtt hverfi íbúða í Efra-Breiðholti og birti Reykjavíkurborg lýsingu á deiliskipulagi fyrir svæðið en stendur það við Suðurfell. Í gær voru höfðu átta umsagnir borist um skipulagið og voru sjö þeirra frá einstaklingum. Allir einstaklingingar settu sig á móti að byggt yrði á staðnum segir í frétt mbl.is. Hægt er að veita umsögn til 18. ágúst.
Ein umsögn segir eftirfarandi:
„Þessi hugmynd er algerlega út í hött! Þarna er freklega verið að ganga á og að grænum svæðum innan borgarmarkanna. Fjöldi fólks nýtir sér þennan hluta ósnortinnar náttúru innan borgarmarkanna meðal annars með göngu- og reiðhjólatúrum hvern einasta dag!“
Koma þessar umsagnir nokkuð á óvart þar sem fæstir íbúar Efra-Breiðholts sem Mannlíf ræddi við kannast ekki við að þetta tiltekna svæði sé í miklu uppáhaldi sem útivistarsvæði.