Sunnudagur 27. október, 2024
1.1 C
Reykjavik

Ósætti um nafnabreytingu Rúmfatalagersins: „Ein­angruð dæmi skipta í raun engu máli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúmfatalagerinn skiptir um nafn í september og mun heita JYSK.

Eitt ástsælasta fyrirtæki landsins mun skipta um nafn í lok september en þá mun fyrirtækið sem nú heitir Rúmfatalagerinn skipta um nafn. Nýja nafnið verður JYSK en er það upprunalega nafn fyrirtækisins sem stofnað var í Danmörku árið 1979 en Rúmfatalagerinn hóf starfsemi á Íslandi árið 1987. Ekki er allir sáttir með fyrirhugaða nafnabreytingu.

Ei­ríkur Rögn­valds­son, prófessor emi­ritus í ís­lenskri mál­fræði er einn af þeim. „Eitt og eitt heiti skiptir ekki máli þannig séð, en maður verður að horfa á þetta í sam­hengi og hvað svona nafn­breyting sýnir um hug­myndir okkar um ís­lensku og út­lensku. Af hverju erum við alltaf að forðast ís­lenskuna?“ spyr Eiríkur í viðtali við Vísi.

„Svona ein­angruð dæmi skipta í raun engu máli. Það skiptir engu máli þó að ein­hver vara eins og Toppur eða eitt­hvert fyrir­tæki eins og Rúm­fata­lagerinn breyti um nafn. Það sem ég hef miklu meiri á­hyggjur af er í raun og veru það sem liggur að baki. Þetta við­horf, eða hug­mynd eða trú að er­lend heiti séu á ein­hvern hátt heppi­legri og að ís­lensk heiti séu, að því er virðist, hall­æris­leg,“ sagði Eiríkur um málið.

„Ég hef miklu meiri á­hyggjur af sjúk­dómnum sjálfum heldur en sjúk­dóms­ein­kennunum. Þetta bara ber vott um þetta hugar­far, sem er ó­heppi­legt, að er­lend heiti virki á ein­hvern hátt betur heldur en ís­lensk.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -