Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Dularfullur maður að athafna sig í runna þegar löggan kom

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglumenn stóðu mann að verki við að pukrast í runna með verkfæri sem hann reyndi að fela. Aðspurður um skilríki hafði hann engin slík haldbær og gat ekki gert grein fyrir sér. Runnamaðurinn dularfulli var handtekinn, grunaður um þjófnað. og hann læstur inni í fangageymslu. Lögregla mun freista þess í dag að upplýsa um gjörðir mannsins.

Ökumaður var stöðvaður við akstur í austurborginni. Hann var að tala í farsíma án viðeigandi búnaðar. Hann á von á sekt vegna athæfisins.

Um kvöldmatarleytið í gær barst lögreglu tilkynning um mann sem dottið hafði á rafmagns  hlaupahjóli. Hann reyndist hafa slasast á höfði og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku

Einn var handtekinn í miðborginni vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þá var maður handtekinn í austurborginni vegna gruns um þjófnað. Hann læstur inni í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Ökumaður var stöðvaður við akstur sem þótti grunsamlegur. Reynist hann aldrei hafa haft fyrir því að sækja sér réttindi til þess að aka bifreið. Ökumaðurinn réttindalausi mun fá sekt.  Fleiri ökumenn voru staðnir að verki við ýmis brot í nótt og hljóta þeir allir refsingu í samræmi við brot sín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -