Kristinn Hrafnsson segir mál ungs öryrkja sem borinn var út í síðustu viku af heimili sínu í Reykjanesbæ, til háborinnar skammar.
Jakub Polkowski, 23 ára öryrki var borinn út af heimili sínu í síðustu viku ásamt fjölskyldu sinni eftir að sýslumaðurinn á Suðurnesjum seldi einbýlishúsið hans á þrjár milljónir á uppboði. Jakub hafði misfarist að greiða fasteignagjöld og fleiri reikninga en hann hafði staðgreitt húsið á sínum tíma.
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks skrifaði færslu í gær við frétt Vísis um málið þar sem hann segir að við lifum í „samfélagi siðrofs“ þar sem það að féflétta öryrkja um milljónatugi þyki í lagi „í sumum kreðsum“.
Færsluna má lesa hér að neðan.
„Mikið óskaplega er þetta mál allt lúalegt og til háborinnar skammar fyrir þá sem að því komu. Það er líklegast til lítils að nefna skömm því við lifum í samfélagi siðrofs. Að féfletta öryrkja um milljónatugi með lagtæknibrellum og opinberum stuðningi þykir ekki tiltökumál í sumum kreðsum. Svei þessu hyski.“