Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Hatursglæpir framdir í Mosó: „Þetta var mjög óþægi­legt að sjá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinseginfáni var skorinn niður í Mosfellsbæ fyrir utan Á. Óskarsson.

Nú um helgina verður Gleðigangan gengin og er hún hluti af Hinsegin dögum sem nú eiga sér stað. Margir fagna fjölbreytileikanum og gleðjast en því miður eru sumir svo uppfullir af hatri að þeir þurfa að skemma gleðina fyrir öðrum. Hinseginfáni sem hékk fyrir utan fyrirtækið Á. Óskarsson ehf. var skorinn niður síðustu nótt

„Þetta var mjög óþægi­legt að sjá og vakti öm­ur­legar til­finn­ing­ar,“ sagði Heiðar Ágústsson, framkvæmdastjóri Á. Óskarsson, í viðtali við mbl.is. „Þetta er lit­skrúðugur fáni sem tákn­ar gleði, mann­v­irðingu og annað og það er ótrú­legt að fólk skuli eiga það mikið bágt að það láti þetta fara í taug­arn­ar á sér.“ 

Þá voru átta hinseginfánar skornir niður fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar. 

„Þetta sýn­ir það greini­lega að bar­átt­an fyr­ir til­veru­rétti hinseg­in­fólks er aldrei búin og að ef henni er ekki sinnt dett­ur hún bara til baka. Það er mik­il­vægt fyr­ir okk­ur akkúrat núna að auka sýni­leik­ann og halda bar­átt­unni virkri og áber­andi,“ sagði Heiðar um málið. 

„Lög­regl­an kom og sagði mér að þetta yrði flokkað sem hat­urs­glæp­ur. Hún sagði mér líka að það væri óvenju mikið um glæpi af þessu tagi í ár. Það er sum­sé tals­vert um það að verið sé að skera regn­boga­fána.“ 

- Auglýsing -

Undanfarið hefur verið mikið bakslag í garð hinseginfólks og þá sérstaklega transfólks. Í því samhengi hafa Samtökin 22, sem segjast berjast fyrir réttindum samkynhneigðra, verið sökuð um að vera haturssamtök sem berjast gegn tilveru transfólks.

Ég hvet alla sem að eiga fánastang­ir til þess að verða sér úti um regn­boga fána og flagga til þess að sýna að við sem þjóð líðum ekki svona skemmd­ar­verk og níðings­verk,“ sagði Heiðar loks. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -