Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Vill Ísland úr Nató: „Evrópa er að vígbúast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson vill að Ísland hætti í Nató.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson segir á Facebook í dag að til viðbótar við styrkingu „últra-hægrisins“ í Evrópu, sé álfan einnig að vígbúast. Segir hann flest lönd Atlashafsbandalagsins keppist „nú við að færa fé úr velferð og grunninnviðum yfir í hernað.“ Þá segist Gunnar Smári vilja að Ísland taki sér lönd eins og Írland og Sviss sér til fyrirmyndar og haldi sér utan bandalagsins. Við færsluna hlekkjaði hann grein Samstöðunnar um gríðarlegan hernaðarkostnað í Evrópu.

Færsluna má lesa hér:

„Fyrir utan hvað últra-hægrið er að styrkjast í Evrópu og verða æ áhrifaríkara um stefnu álfunnar í flestum málum, þá er Evrópa að vígbúast, stefnir í að verða grá fyrir járnum. Flest Nató-löndin keppast nú við að færa fé úr velferð og grunninnviðum yfir í hernað. Ég á æ erfiðara með að tengja þegar fólk talar um „okkar gildi“ og vísar til stefnu Evrópuríkjanna.

Ég vil að Ísland hætti þessari vitleysu, standi utan Nató eins og Írland, Austurríki og Sviss. Þar er ekki verið að ræða um að Rússar séu að fara að klippa á raflínur eða ljósleiðara, ráðast á tölvukerfi eða slíkt. Sturlunin er auðvitað til í þessum löndum, en hún er skaplegri og ekki eins kostnaðarsöm.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -