Anna, sem hefur verið leiðandi í baráttu Transfólks á Íslandi um árabil, viðurkennir að hún sakni þess ekki að vera á Íslandi í gleðigöngu dagsins því henni langi ekkert sérstaklega til Íslands. Segir hún að þegar hún sjái aukna fordóma gegn transfólki á landinu, sé ástæða til að mæta og sýna samstöðu, „þá ekki síst þegar vart verður við klofningshópa sem sjá transfólki allt til ama.“
Þá viðurkennir hún einnig að hafa verið nokkuð löt við að mæta í gleðigönguna í gegnum árin þó hún styðji hana af heilum hug. Anna rifjar upp gleðigöngur fyrri ára og þegar hún stofnaði Transgender Europa og Trans-Ísland ásamt fjöldi annarra baráttumanna. Að lokum sendir hún baráttukveðju til hinsegin fólks á Íslandi og vonar hún að gleðigangan muni ganga vel.
Færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:
Dagur 1460 – Hinsegin dagar og gleðigangan.
Mannlíf sendir baráttukveðjur til hinsegin samfélagsins í tilefni dagsins.