Innbrotsþjófur var nappaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni í gær. Var þjófurinn gripinn glóðvolgur við að brjóta sér leið í húsnæðið. Hann var handtekinn og grunur leikur á að eignarspjallafýsn hafi drifið verknaðinn áfram.
Talsverðar annir voru en alls voru 77 mál skráð í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu seinnipart gærdags og í nótt. Gleðigangan setti lit sinn á daginn í miðborginni og því margir á ferðinni og töluverður erill.
Lögreglan hafði afskipti af tvennum hópslagsmálum, annars vegar í Vogunum í Reykjavík og hins vegar í Kópavogi.
Ölvun var mikil í nótt og tilkynningar um einstaklinga í annarlegu ástandi var samnefnari á milli lögreglustöðva. Þá mátti lögreglan meðal annars sinna vandræðagemli á skemmtistað í miðborginni sem kunni sér ekki hófs. Sá hinum sama var vísað burt af lögreglunni. Þá var annar sem gekk á milli bifreiða til þess eins að skemma þær.
Í Grafarvogi var tilkynnt um hjólreiðamann sem ekið hafði verið á. Ekki er frekar tilgreint um tildrög né líðan hjólreiðamannsins.