Laugardagur 26. október, 2024
3 C
Reykjavik

Þrír handteknir vegna haturs gegn hinsegin fólki og lituðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt dagbók lögreglu frá klukkan fimm í morgun og til ellefu segir að nóttin hafi heilt yfir gengið vel.

Þrír menn voru handteknir í gær, grunaðir um að breiða út hatursboðskap. Virtist þeim sérstaklega vera uppsigað við hinsegin fólk og litað fólk, og virðist gleði gærdagsins hafa farið öfugt ofan í þá. Eru þessir aðilar meðal annars grunaðir um eignaspjöll á hinsegin fánum í liðinni viku. Var einum þeirra sleppt úr haldi fljótlega en tveir voru vistaðir vegna rannsóknar málsins og standa yfirheyrslur yfir þeim nú yfir.

Tveir aðilar voru handteknir fyrir líkamsárás í morgunsárið og vistaðir í fangageymslu. Vitni að líkamsárásinni var einnig handtekið, þar sem viðkomandi neitaði að gefa lögreglu upp persónuupplýsingar. Lét hann sér ekki segjast fyrr en búið var að færa hann á lögreglustöð þar sem varðstjóri veitti honum föðurlegt tiltal, enda ber mönnum undanbragðalaust að gefa upp persónuupplýsingar ef lögregla krefst þess. Var viðkomandi frjáls ferða sinna að því loknu.

Þá var einn handtekinn fyrir eignaspjöll í Reykjavík snemma í morgun. Var sá í mjög annarlegu ástandi, fór ekki að fyrirmælum lögreglu og gat auk þess ekki gert grein fyrir þvi hver hann er. Var hann því vistaður uns unnt verður að greiða úr hans málum eftir örlitla hvíld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -