„Samstöðin á skilið þakkir fyrir að sjá í gegnum þetta djöfuls bull í kringum eld Isidór sem kallar sig Samtökin 22,“ skrifar Atli Þór Fanndal í færslu sem hann birti í gær á Facebook síðu sinni. Í greininni sem Atli vísar til er lagður samanburður á málþing Samtakanna 22 þar sem þrír sáust á ljósmyndum og á hinn bóginn eru birtar myndir frá Reykjavík Pride þar sem ekki var þverfótað fyrir fólki í Miðbænum á Gleðigöngu hinsegin daga.
Þá er jafnframt dregin fram lýsing Samtakanna 78 á Samtökunum 22:
„Samtökin 22 eru lítill hópur fólks sem hafa frá stofnun sinni ekki unnið að hag samkynhneigðra heldur fyrst og fremst alið á fordómum gegn transfólki, líkt og auðvelt er að sjá af samfélagsmiðlavirkni þeirra og öllum opinberum málflutningi. Samtökin 22 starfa því undir því yfirskini að vinna að réttindum homma og lesbía, en í öllum tilvikum virðist barátta þeirra fyrst og fremst snúast um að ráðast að réttindum transfólks sem tryggð eru með lögum um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019.“
Atli Thor Fanndal ritar í færslu sinni um Samtökin 22: „Þetta er hópur sem sameinast um hatur og fyrirlitingu á trans systkinum okkar. Þetta eru ekkert annað en samtök um hatur. Þau tala aldrei máli homma og lesbía heldur einbeita sér að því að draga tilverurétti trans fólks í efa. Við hinsegin fólk verðum öll að standa saman enda snýst þetta auðvitað ekkert um transfólk heldur er þetta tilraun til að rjúfa samstöðu okkar. Taktikin er einföld fyrst ætla þau að einangra transfólk og svo koma eftir okkur hinum. Í stuttu máli eru s22 og fylgjendur þeirra ógeðslegt pakk sem sveipar hatur sitt falsi og innfluttri orðræðu. Við svörum einfaldlega með því að standa þéttar bakvið okkar fólk.“
Hér má sjá færslu Atla Þórs í heild.