Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Mugison skellti sér í sjósund og fyllti Fjárhúsið: „Hvaðan kemur allt þetta fólk?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Mugison gerði sér lítið fyrir í heimsókn sinni í Árneshrepp á Ströndum um helgina og skellti sér í sjósund í botni Norðurfjarðar. Með kappanum í köldu hafinu var kona hans og samstarfsmaður, Rúna Esradóttir og nokkur fjöldi annarra sjósundskappa. Mugison kom fram á kvöldvöku í Fjárhúsi Ferðafélags Íslands á Valgeirsstöðum í Norðurfirði og óhætt er að segja að hann hafi slegið í gegn því húsið fylltist af fólki sem streymdi hvaðanæva að til að hlusta á tónlistarmanninn. Í Árneshreppi eru aðeins 40 manns með lögheimili.

Fullt hús í Fjárhúsinu.

„Hvaðan kemur allt þetta fólk?“ spurði Mugison gáttaður þegar hann áttaði sig á fjöldanum.

Hann tók mörg af sínum bestu lögum. Rúna söng með honum í laginu Gúanóstelpan sem fyrir löngu er orðið sígilt. Fyrirspurn barst úr sal um það hver væri gúanóstelpan. Mugison svaraði því opið og gaf nokkra möguleika, meðal annars sjálfan sig. Tónlistarmaðurinn var klappaður upp ítrekað áður en tónleikunum lauk og mannhafið leystist upp og hélt til síns heima.

Mugison og Rúna á sviðinu í Fjárhúsinu.
Mugison í Norðurfirði.
Gestir voru á öllum aldri.
Gestir á öllum aldri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -