Knattspyrnuþjálfari KFA er sakaður um að hafa grætt tíu ára boltastelpu í leik.
Mikael Nikulásson, knattspyrnuþjálfari KFA, stjórnaði liði sínu að venju í leik liðsins gegn Hetti/Huginn um helgina. Höttur/Huginn skoraði tvö mörk snemma í leiknum en KFA náði að minnka muninn þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Eitt atvik vakti þó athygli áhorfenda og var rætt á Twitter. Þar er Mikael Nikulásson sakaður, meðal annars af formanni meistaraflokks Hattar, um að hafa skammast í tíu ára boltastelpu sem vann á leiknum og hafi mál endað með að stelpan hljóp burtu grátandi. Mikael er reyndur þjálfari sem hefur þjálfað, með hléum, síðan árið 2005 og hefur meðal annars þjálfað ÍH og Njarðvík. Mikael er sagður hafa skammast sín.
Umræðan í kringum hegðun knattspyrnuþjálfara á undanförnu ári hefur ekki verið fögur og bætist Mikael við langan lista þjálfara sem hafa misst stjórn á skapi sínu á tímabilinu fyrir litlar sakir.
KFA endaði á að tapa leiknum 2-1.
Mækarinn lét stelpu greyið heyra það, enda hljóp hún í burtu grátandi stuttu síðar. – hún átti það alls ekki skilið, erum að tala um sekúndur. Mikki skammaðist sín svo sannarlega, en það breytir því ekki að þetta var galin hegðun.
— Gummó (@Dullarinn) August 12, 2023