Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Askja líkleg til að gjósa: „Gos einn, tveir og þrír“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það gæti verið stutt í næsta eldgos samkvæmt Þorvaldi Þórðarsyni, eldfjallafræðingi.

Íslendingar gætu þurft að lifa við annað eldgos með stuttu millibili má marka Þorvald Þórðarsson, eldfjallafræðing, en hann telur að það sé stutt í gos í Öskju.

„Þá er þetta sem við erum að tala um bara á leiðinni. Ef hit­inn í Víti er far­inn að hækka svona mikið þá þýðir það að það er kom­in kvika þarna inn miðað við hvernig land­breyt­ing­in hef­ur verið,“ sagði Þor­vald­ur Þórðar­son, eld­fjalla­fræðing­ur, í sam­tali við mbl.is fyrr í dag. Þá hefur land risið í Öskju um 30 sentímetra frá því september.

„Það er eng­in önn­ur ástæða en sú að það er eitt­hvað að hita upp grunn­vatnið þarna. All­ur jarðhiti er bú­inn til með hita­streymi frá kviku. Ef hita­stigið eykst þá ertu bú­inn að fá eitt­hvað heit­ara inn. Þetta hlýt­ur að vera á til­tölu­lega grunnu dýpi því að jarðhita­vatnið er ekki að fara marga kíló­metra niður í jarðskorp­una.“

„Þess­ar vís­bend­ing­ar virðast all­ar benda í sömu átt­ina það er að Askja sé að und­ir­búa sig. Við þurf­um greini­lega að fylgj­ast vel með hita­stig­inu. Ef það er kom­inn af stað órói í fjall­inu þá get­ur það farið í gos einn, tveir og þrír. Við verðum alla­vega að vara fólk við því,“ en Þorvaldur hefur biðlað til stjórnvalda að svæðinu verði lokað og bent á að það gæti orðið stórslys ef fólk væri á svæðið hæfist gos.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -