Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

Fyrrverandi ráðherra hefur áhyggjur af íslenskum auðlindum: „Þetta er að gerast rosalega hratt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum ráðherrann Ögmundur Jónsson er ósáttur með sölu á íslensku vatnsfyrirtæki.

Fyrir nokkrum dögum var fyrirtækið Icelandic Water Holdings selt í hendur erlendra fjárfesta og telja margir að það sé verið að selja íslenskar auðlindir til erlendra aðila. Ögmundur Jónsson, fyrrverandi ráðherra, hefur áhyggjur af þessari þróun.

„Ég hræðist svolítið stjórnvöld, bæði sveitarstjórnir og Alþingi, sem eru að verða ónæm fyrir þjóðinni. Þjóðin nefnilega vill halda eignarhaldi á auðlindum sínum og þar með vatninu,“ sagði Ögmundur í viðtali í Bítinu.

„Við erum komin ákaflega langt frá því sem áður var þegar málið snérist um að bóndinn hefði aðgang að vatni fyrir heimili sitt og búfénað. Við erum komin inn í þann heim þar sem vatn er nýtt í stórum stíl, er auðlind, auðsuppspretta sem stórfyrirtæki ráðast í. Þetta er allt annar heimur en var.“

„Að sjálfsögðu vil ég atvinnusköpun en ekki í anda Chiquita banana í Mið-Ameríku, ekki að láta auðlindirnar, hráefnin okkar frá okkur, eignarhaldið til útlanda. Þetta er að gerast rosalega hratt,“ sagði Ögmundur um málið og vill við hugsum lengra fram í tímann þegar svona ákvarðanir eru teknar því auðlindirnar séu alls ekki ótæmandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -