Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Kristrún vill breyta nýju útlendingalögunum: „Beita harðneskjulegum aðferðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristrún Frostadóttir er ósammála nýjum útlendingalögum.

Nýju útlendingalögin sem ríkisstjórnin setti hafa verið mikið í umræðunni undanfarna daga. Margir eru á því að þau séu grimm og í ekki anda þeirra gilda sem íslenskt samfélag þykist standa fyrir. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist vera ósammála lögunum í samtali við RÚV.

„Mér þætti eðlilegt að það væri farið aftur til baka með þetta úrræði sem var samþykkt í vor. Við viljum auðvitað að fólk lúti niðurstöðu þegar kemur að úrskurðum í svona málum, en það verður ekki gert með því að þjónustusvipta fólk,“ sagði Kristrún en hún telur að þetta muni ekki leysa vandann sem samfélagið býr við.

„Það liggur alveg fyrir og lá fyrir í vor að þetta myndi ekki leysa vandann, að þjónustusvipta þennan litla hóp. Stóra aukningin og mikla fjölgunin sem hefur orðið í komu flóttafólks snýr ekki að þessum hópi.“ 

Maður fær það auðvitað á tilfinninguna, að það er verið að beita fyrir sér litlum hópi fólks, og beita harðneskjulegum aðferðum, til þess að skýla sér frá því að taka umræðuna um stóru myndina,“ sagði Kristrún um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -