Miðvikudagur 23. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Eldfim færsla Brynjars um Samtökin 78:„Anorexíu sjúklingurinn er ekki feitur þótt hann upplifi það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson skýtur föstum skotum á Íslandsdeild Transparency International og Samtökin 78 í nýjustu Facebook-færslu sinni en færslan olli nokkurri úlfúð.

Færsla Brynjars Níelssonar, frægasta fyrrverandi aðstoðarmanns ráðherra, er öðruvísi en flestar færslur hans að því leitinu til að húmorinn sem hann er þekktur fyrir, er hvergi að sjá. „Ég hef stundum haft að orði að þeir sem eru að berjast gegn frjálsum markaðsbúskap, svonefndir sósíalistar eða vinstri menn, hreiðra gjarnan um sig í frjálsum félögum með göfug markmið og jafnvel yfirtaka þau til að nýta í sinni pólitísku baráttu,“ skrifar Brynjar í upphaf færslunnar. Sem dæmi um slíkt nefnir hann Íslandsdeild Transparency International, sem hann segir að þykist berjast gegn spillingu „en snúa öllu á haus.“ Bætir hann við: „Sá félagsskapur er fyrst og fremst í and-kapitalískri baráttu og átta sig ekki á að spilling er óhjákvæmilegur hluti sósíalískar hugmyndafræði, eins og sagan hefur kennt þeim sem nenna að lesa hana.“ Um Atla Þór Fanndal, framkvæmdarstjóra félagsins, segir Brynjar: „Framkvæmdastjóri þess félagsskapar er alveg sér á parti og skilur ekki einu sinni hvað felst í þrískiptingu ríkisvaldsins. Maður sem telur rétt að stjórnvöld hafa afskipti af störfum sjálfstæðs ákæruvalds, og telur að við eigum að læra af Namibíu í þessum efnum, veit ekki hvað spilling er.“

Þá nefnir Brynjar einnig Samtökin 78 sem gott dæmi um frjálst félag þar sem vinstri menn hafa „hreiðrar um sig“.  Um samtökin segir Brynjar: „En einhvern veginn hefur þessi félagsskapur þróast í það að vera í hatrammri baráttu gegn tjáningarfrelsinu og þeim sem eru með andstæðar skoðanir og nota til þess þekktar aðferðir kommúnista hér á árum áður.“ Meðal lokaorða hans eru eftirfarandi orð: „Mér er alveg fyrirmunað að skilja að menn sem eru að berjast fyrir réttindum einstaklinga skuli vera and-kapítalistar og telja að alræði sósíalismans sé lausnin.“

Færslan hefur valdið nokkurri úlfúð meðal lesenda þó margir styðji orð Brynjars. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og svarinn andstæðingur Brynjars, skýtur meðal annars á hann: „“Mér er alveg fyrirmunað að skilja“ segir þú ansi oft.“ Bætti hann svo við í annarri athugasemd: „Svo það sé sagt beint út hvað þetta þýðir. Þá er þetta taktík hjá Brynjari til þess að láta aðra líta út fyrir að vera óskiljanlega og vitlausa. Illa dulbúin „í manninn“ orðræða hjá honum. Ég er búinn að ákveða að svara þessu bara bókstaflega, af því að það er svo margt sem hann virðist ekki skilja … að þá liggur vandamálið kannski ekki hjá öllum hinum.“

Anna Kristjánsdóttir skrifaði ansi harðorða athugasemd við færslu Brynjars en þar fer hún mikinn gegn Eldi Deville, formanni Samtakanna 22. „Kæri Brynjar. Atli Þór Fanndal vinur minn var einungis að svara furðufugli sem hatar transfólk. Allt hans tal undanfarin ár ganga út á að sýna framá hve transfók er vont og á sér ekki tiverurétt. Hvað myndir þú segja ef hann ályktaði að alþingismenn væru óþverrafólk og bæri að útrýma þeim? Þannig hefur eldurinn látið gegn transfólki. Ég fyrirlít hann af öllu mínu hjarta og megi hann brenna í helvíti fyrir mér.

Atli Þór Fanndal má líka eiga sínar skoðanir sem ég virði.“

Þessu svarar Brynjar meðal annars með eftirfarandi orðum: „Kæra Anna. Ég hef ekki frekar en Eva Hauks fundið þetta hatur gegn transfólki frá þessum manni, ekki frekar en meint hatur J.K. Rowling gegn transfólki.“

- Auglýsing -

Heiða B. Heiðars, einn af stofnendum Stundarinnar svaraði þessu: „Brynjar Níelsson en trans fólk hefur fundið það. Skiptir máli hvort þú eða Eva finnið það?“

Brynjar svaraði að bragði: „Þú getur ekki dæmt fólk eftir upplifun þinni. Anorexíu sjúklingurinn er ekki feitur þótt hann upplifi það.“

Einn einn þungavigtarmaður á Internetinu svaraði Brynjari en það var Einar Steingrímsson stærðfræðingur: „Hlægilegt, komandi frá manni innmúruðum í versta sovėtflokk landsins, sem hefur enga aðra stefnu en að hlaða undir einokun og fákeppni eigin vina. Geturðu ekki frekar reynt að vera fyndinn, Brynjar, en að ausa úr þessum aulaheimskulygum?“

- Auglýsing -

Færsluna má sjá hér að neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -