Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingar tilkynna sambönd við heimsfrægt fólk en það var það sem Kristín Bára Haraldsdóttir gerði í viðtali við DV árið 2005. Þar var Kristín kölluð kærasta Kiefer Sutherland og sagðist vera í sambandi með honum. Kiefer Sutherland var á þessum tíma einn af þekkustu leikurum heims en hann lék Jack Bauer í sjónvarpsþáttunum 24 og þótti einn af kynþokkafyllstu mönnum heims. Það var heitt milli Kristínar og Kiefer árið 2005 að sögn Kristínar.
„Ég kom heim í síðustu viku, ég er þó búin að fara margoft út að hitta hann,“ sagði Kristín. „Ég fór út að hitta hann fimm dögum eftir að hann fór héðan, þá hitti ég hann í NewYork þar sem við vorum í nokkra daga og skemmtum okkur mjög vel. Síðan hringjumst við líka á nokkrum sinnum í viku,“ en á þeim tíma var Kristín nokkuð þekkt fyrirsæta á landinu.
„Klefer átti fyrsta leikinn í okkar samskiptum og nálgaðist mig, ég féll nú ekki fyrir honum strax en það leið ekki á löngu þar til hann var búinn að heilla mig upp úr skónum.“
„Þetta er náttúrulega bara eins og öll venjuleg sambönd, við erum að þreifa okkur áfram og við verðum svo bara að sjá hvert þetta leiðir okkur,“ sagði Kristín.
DV hafði nokkrum dögum síðar samband við umboðsmann Kiefer og spurði samband hans við Kristínu. „Ha? Hver? Kristín Bára, frá Íslandi! Kærasta Kiefers?“ sagði umboðsmaðurinn við DV. Umboðsmaðurinn benti þá á fjölmiðlafulltrúa Kiefer en enginn úr fjölmiðlateymi Kiefers kannaðist við Kristínu.