Kræfur þjófur var staðinn að verki á veitingastað í miðborg Reykjavík. Hann var þó ekki á höttunum eftir peningum. Ástríða hans lá í hnífum. Hann hafði stolið steikarhnífum af staðnum og hafði þá í vörslu seinni þegar hann var gripinn. Steikarhnífaþjófurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem reynt var að upplýsa um hvatann að baki ráninu.
Lögreglu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi. Við frekari skoðun og leit á manninum reyndist hann vera með sölueiningar fíkniefna í fórum sínum og talsverða fjármuni. Fíkiniefnasalinn var læstur inni í fangaklefa, grunaður um sölu fíkniefna.
Nokkuð var um ökumenn sem fylgdu ekki reglum eða voru í óboðlegu ástandi. Einn var stöðvaður vegna hraðaksturs og reyndist próflaus þegar afskipti voru höfð af honum. Mál hans var afgreitt með sekt vegna umferðarlagabrots. Annar ökumaður var stöðvaður vegna ölvunaraksturs. Sá var fluttur til sýnatöku í þágu rannsóknar málsins.
Í miðborginni bárust lögreglu spurnir af manni að reyna að komast inn í bifreiðar. Óljóst er með lyktir þess máls. Svipuð uppákoma varð á áhrifasvæði Kópavogslögreglu þar sem meintir bílþjófar þreifuðu fyrir sér. Í austurborginni tókst mönnum að brjótast inn í bifreið. Rúða var brotin en engu stolið.
Á svipuðum slóðum var bifreið var ekið á umferðarskilti. Ökumaður og farþegi flúðu af vettvangi og reyndu þannig að koma sér undan ábyrgð vegna tjónsins.
Umferðarslys varð skömmu fyrir miðnætti. Blessunarlega urðu ekki slys á fólki.
Um svipað leyti var tilkynnt var um líkamsárás í úthverfi Reykjavíkur.