Steindór R. Haraldsson, formaður löggjafarnefndar kirkjuþings, telur að uppsögn séra Skírnis Garðarssonar hafi verið allt of harkaleg. Hann segir sorglegt að prestinum hafi ekki verið leyft að klára starf sitt með sæmd út árið.
„Skírnir átti eftir hálft ár og það hlýtur að hafa verið hægt að þola hann aðeins lengur. Mér finnst það svakalegt þegar fólk er rekið sem er á síðustu metrunum að fara á eftirlaun. Því fólki á ef eitthvað er að sýna meiri virðingu en öðrum.
„Mér finnst það svakalegt þegar fólk er rekið sem er á síðustu metrunum að fara á eftirlaun.“
Eins og þetta lítur út við fyrstu sýn finnst mér þessi aðgerð ansi harkaleg. Mér finnst þetta hið undarlegasta mál og svona hefði ég aldrei gert þetta. Kannski hefur þetta verið kornið sem fyllti mælinn, það hlýtur að vera eitthvað meira þarna að baki,“ segir Steindór.
Nánari umfjöllun um málið er að finna í helgarblaðinu Mannlíf.