Karl III Englandskonungur hyggst bjóða Harrý og Meghan í 75 ára afmæli sitt í nóvember. Að sögn sérfræðings í konungsfjölskyldunni er ástæðan sú að hann vill loksins fá að sjá barnabörn sín.
Karl konungur vill fá að knúsa loksins barnabörn sín, Boga og Lilju Betu, í fyrsta skiptið, þegar hann á afmæli í nóbember, samkvæmt sérfræðingi í konungsfjölskyldunni bresku.
„Karl væri til í að hafa börn Harrý og Meghan í veislunni,“ sagði ævisagnarritari konungsfjölskyldunnar, Angela Levin, við Sun. „Ef að Harrý og Meghan vilja koma með afsökun [innskot blaðamanns: fyrir að komast ekki] er það þeirra ákvörðun.“
Andrúmsloftið hefur verið ansi þungt á milli Harrý og frú og konungsfjölskylduna eftir að prinsinn rauðhærði gaf út ævisögu sína, Spare en þar kastaði hann ýmsum sprengjum á Buckingham-höll ef svo má að orði komast. Af þeim sökum eiga börnin hans tvö enn eftir að hitta afa sinn.
Levin heldur því þó fram að parið, sem býr í Montecito, í Kaliforníu, muni einnig vilja mæta til Bretlands í afmælisveislu og bætti við að hún sjái ekki ástæðu fyrir því að Markle ætti ekki að fá boð í veisluna líka.
Fram kemur í frétt The New York Post er það þó enn óvíst hvort af endurfundunum verður, sérstaklega í ljósi þess að Markle mætti ekki í krýningu Karls í maí. Harrý mætti en heimsókn hans var eins stutt og hugsast gat en þetta var í fyrsta sinn sem hann hitti föður sinn eftir að hann gaf út ævisöguna eldfimu í janúar á þessu ári.
Í krýningunni var hertoginn snupraður við sætaskipan en hann var færður í þriðju röð, á milli Evgeníu prinsessu og eiginmanns hennar, Jack Brooksbank, og Alexöndru prinsessu. Þá var parið einnig snuprað um boð í sérstakan hitting konungsfjölskyldunnar til að minnast þess að eitt ár var liðin frá andláti Elísabetar Englandsdrottningar, sem verður haldinn þann 8. september í Balmoral kastalanum, þrátt fyrir að þau verði í Evrópu um svipað leiti.
Hið útskúfaða par munu lenda í Düsseldorf, þýskalandi, aðeins 24 klukkustundum eftir að konungsfjölskyldan hittist í Balmoral en samkvæmt heimildum hefur „enginn sett sig í samband við þau [innskot blaðamanns: vegna hittingsins]“.