Sósíalistar í borgarráði segja allar manneskjur eigi þá virðingu skilið að fá grunnþörfum sínum mætt.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista birti á Facebook áherslur Sósíalista hvað varðar stöðu hælisleitenda sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd.
Á fundi borgarráðs komu Sósíalistar skoðun sinni á málinu í ljós. „Það er svívirðilegt að við séum komin á þann stað að á meðan þolendur mansals og önnur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd er hent á götuna vegna ómannúðlegrar stefnu ríkisstjórnar, séu ríki og sveitarfélög að rökræða um hver beri ábyrgð á þeim manneskjum sem neyðast til að sofa úti, í tjöldum, án matar og leita að næringu í ruslagámum.“ Segja Sósíalistar að ríkisstjórnin noti hælisleitendur til að „réttlæta orðræðu um hnignandi innviði sem er á engan hátt fólki sem býr við hræðilegar aðstæður að kenna, heldur aðgerða- og sinnuleysi stjórnvalda í gegnum árin hvað varðar uppbyggingu innviða.“
Færsluna má lesa hér í heild sinni:
„Á fundi borgarráðs var rætt um stöðu þeirra sem synjað er um alþjóðlega vernd. Þetta eru helstu áherslur sósíalista: