Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Sanna um hælisleitendur: „Allar manneskjur eiga skilið þá virðingu að fá grunnþörfum sínum mætt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sósíalistar í borgarráði segja allar manneskjur eigi þá virðingu skilið að fá grunnþörfum sínum mætt.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista birti á Facebook áherslur Sósíalista hvað varðar stöðu hælisleitenda sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd.

Á fundi borgarráðs komu Sósíalistar skoðun sinni á málinu í ljós. „Það er svívirðilegt að við séum komin á þann stað að á meðan þolendur mansals og önnur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd er hent á götuna vegna ómannúðlegrar stefnu ríkisstjórnar, séu ríki og sveitarfélög að rökræða um hver beri ábyrgð á þeim manneskjum sem neyðast til að sofa úti, í tjöldum, án matar og leita að næringu í ruslagámum.“ Segja Sósíalistar að ríkisstjórnin noti hælisleitendur til að „réttlæta orðræðu um hnignandi innviði sem er á engan hátt fólki sem býr við hræðilegar aðstæður að kenna, heldur aðgerða- og sinnuleysi stjórnvalda í gegnum árin hvað varðar uppbyggingu innviða.“

Færsluna má lesa hér í heild sinni:

„Á fundi borgarráðs var rætt um stöðu þeirra sem synjað er um alþjóðlega vernd. Þetta eru helstu áherslur sósíalista:

Það er svívirðilegt að við séum komin á þann stað að á meðan þolendur mansals og önnur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd er hent á götuna vegna ómannúðlegrar stefnu ríkisstjórnar, séu ríki og sveitarfélög að rökræða um hver beri ábyrgð á þeim manneskjum sem neyðast til að sofa úti, í tjöldum, án matar og leita að næringu í ruslagámum. Allar manneskjur eiga skilið þá virðingu að fá grunnþörfum sínum mætt. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur neytt þær manneskjur til að búa við óboðlegar og óásættanlegar aðstæður og á sama tíma eru þær notaðar til að réttlæta orðræðu um hnignandi innviði sem er á engan hátt fólki sem býr við hræðilegar aðstæður að kenna, heldur aðgerða- og sinnuleysi stjórnvalda í gegnum árin hvað varðar uppbyggingu innviða. Fjöldi fólks sem stökkt hefur verið á flótta í heiminum nemur nú um 108 milljónum. Það að ætla að svipta þau sem hafa hér sótt um alþjóðlega vernd og eru í viðkvæmri stöðu grundvallarréttindum er ekki að fara að leysa neinn vanda, heldur auka á hann, öllum og samfélaginu til ógagns.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -