Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ævareið eftir að upplýst var um að Íslandshótel græddu langt yfir milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Að baki gróðanum er Davíð Torfi Ólafsson forstjóri sem hefur svo sannarlega komið ár sinni vel fyrir borð. Þegar Eflingarfólk stóð í verkfalli átti það í hatrömmum deilum við Davíð Torfa og hans fólk sem sakað var um gróf verkfallsbrot með því að ganga í störf Eflingarfólks. Verkfallið endaði svo, eins og frægt er, með málamyndabótum fyrir herbergisþernur sem færðar voru upp um launaflokk. Að öðru leyti fékk Efling sömu kjarabætur og aðrir.
Verkfallið hafði samt þær afleiðingar að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og frændi Sólveigar Önnu, hraktist úr embætti eftir að hafa reynt að neyða Eflingu í atkvæðagreiðslu um sáttatillögu. Sólveig Anna hnykkir á þessu í færslu sinni á Facebook. „Þetta er fólkið sem að ríkissáttasemjari fórnaði sér fyrir, fólkið sem að ríkissáttasemjari taldi svo merkilegt að hann var tilbúinn til að brjóta lög og svipta Eflingarfólk sínum grundvallarmannréttindum,“ skrifar Sólveg Anna ….