Charles Martinet sem hefur leikið Mario síðan árið 1991 hefur tekið ákvörðun um að hætta að tala fyrir tölvuleikjahetjuna.
Það þarf nú varla að kynna Mario fyrir lesendum en hann er líklega þekkasta tölvuleikjapersóna allra tíma. Síðan árið 1991 hefur leikarinn Charles Maritnet talað fyrir persónuna ásamt því að tala við bróðir hans Luigi og fleiri persónur í Mario-heiminum. Mætti það harðri gagnrýni þegar tilkynnt var að hann myndi ekki tala fyrir Mario í kvikmyndinni um samnefndan kappa sem kom út fyrir stuttu. Nú hefur leikarinn tilkynnt það á Twitter að hann muni ekki tala fyrir Mario lengur en mun gegna starfi sem hálfgerður talsmaður persónunar fyrir hönd tölvuleikjarisans Nintendo, sem framleiðir Mario-leikina. Ekki hefur verið tilkynnt hver muni taka við sem rödd Mario.
„Nýja ævintýrið mitt er að byrja, þið eruð öll númer eitt í mínu hjarta,“ skrifaði leikarinn á Twitter.