Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Á ferð með mömmu tilnefnd til virtra verðlauna: „Tekst að segja sögu um mannlegan harmleik“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndin Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Ein virtustu kvikmyndaverðlaun Norðurlandanna hafa tilnefnt kvikmyndina Á ferð með mömmu sem bestu mynd ársins 2023. Einungis koma til greina myndir frá Norðurlöndum sem voru sýndir seinni hlut 2022 og fyrrihluta 2023.

Í umsögn dómnefndar segir um myndina: 

„Í kvikmynd sinni, Á ferð með mömmu, nýtir leikstjórinn og handritshöfundurinn Hilmar Oddsson klassískt form vegamyndarinnar á einkar árangursríkan hátt til að lýsa innra ferðalagi aðalpersónunnar, Jóns. Í þeirri ferð neyðist Jón til að horfast í augu bæði við litleysi eigin fortíðar og það líf sem hann fór á mis við.

Sem margreyndur leikstjóri hefur Hilmar augljóslega alla þætti kvikmyndalistarinnar á valdi sínu og tekst að segja sögu um mannlegan harmleik, með hlýju og húmor, oft án orða þar sem hann nýtir sér myndræna frásögn á einkar fallegan hátt, ásamt sérlega vel útfærðri tónlist.“

Nokkar íslenskar kvikmyndir hafa hlotið þessi verðlaun, sem voru stofnuð árið 2005, en þær eru Hross í oss, Fúsi, Kona fer í stríð og Dýrið. Nú er spurning hvort að Á ferð með mömmu bætist í þennan virta hóp.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -