Ekki er reiknað með að fleiri nýir metan-bílar verði seldir á landinu.
Umhverfið er mikilvægt, um það verður ekki deilt. Til þess að reyna að sporna við náttúruhamförum hafa bílaframleiðendur framleitt metan-bíla og rafbíla. Þó sé hægt að gagnrýna fyrirtækin fyrir að hafa brugðist of seint við þegar kemur að slíkri framleiðslu. En nú virðast flestir hafa veðjað á rafmagn fram yfir metan og verða líklega ekki fleiri nýir metan-bílar verði seldir á landinu.
„Við seldum síðasta metanbílinn okkar á föstudaginn og erum ekki með neinar áætlanir um að panta fleiri,“ sagði Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu í viðtali við mbl.is „Það eru stórkostleg umhverfisáhrif af þessu. Því meira sem þú keyrir á metaninu því umhverfisvænni ertu,“ og viðurkennir Friðbert að hann sé hissa á að metna-bílar hafi ekki orðið stærri hluti af bílafjölda landsmanna.
„Framleiðendur settu alla orkuna í rafbílana. En svo hérlendis skipti það líka miklu máli að Sorpa fór að einbeita sér að því selja metanið til nýrra kaupenda,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um málið