Albert Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Genoa og landsliði Íslands, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot, samkvæmt heimildum DV.
Formaður KSÍ staðfestir við DV að sambandið hafi borist ábending um að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi borist kæra vegna kynferðisbrots. Samkvæmt heimildum DV er knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson en hann spilar með Genoa. Meint fórnarlamb hefur lagt fram kæru til lögreglu hér á landi vegna meints brots Alberts á Íslandi í sumar.
„Ég get staðfest að það kom ábending á okkar borð um kæru vegna kynferðisbrots landsliðsmanns,“ sagði Vanda í samtali við DV en vildi ekki greina frá nafni leikmannsins.
Segir Vanda að starfsmönnum KSÍ hafi verið tilkynnt um málið í dag en reglum KSÍ samkvæmt má ekki velja leikmann í landsliðið á meðan slík mál eru rannsökuð af lögreglu.
Albert, sem er 26 ára gamall var í byrjunarliði ítalska úrvalsdeildarliðins Genoa um síðustu helgi. Fyrr á ferlinum lék Albert í Hollandi. Hefur hann leikið 35 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim sex mörk.