Í dagbók lögreglu um verkefni næturinnar segir að 13 mál hafi komið upp á höfuðborgarsvæðinu vegna afskipta lögreglu af hávaða. „Og þurfti stundum að fara oftar en einu sinni á hvern vettvang,“ segir í bréfi lögreglu.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu klukkan rúmlega tvö í nótt vegna hávaða í íbúð í Grafarvogi en tilkynnandi mun ítrekað hafa haft samband við íbúa og beðið um að minnka hávaðann áður en hann hringdi á lögreglu. Gestur í samkvæminu mun þá hafa ráðist á nágrannann sem óskaði eftir að dregið yrði út hávaðanum.
Gesturinn var handtekinn, grunaður um líkamsárás. Sá neitaði hann að gefa lögreglu upp nafn sitt. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu og verður málið rannsakað.