Laugardagur 28. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

TikTok stjarna kvaddi aðdáendur með myndskeiði: „Háði langa og erfiða baráttu við geðsjúkdóm sinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

TikTok stjarnan og grínistinn Joe Muchlinski, sem kallaði sig VonViddy á TikTok, er dáinn, aðeins 32 ára að aldri. Banamein hans er sjálfsvíg.

Fram kemur í frétt E News! að Martha Muchlinski, systir Joe, hafi tilkynnt andlát bróður síns í fyrradag, í myndbandi sem hún birti á TikTok. Segir hún þar að Joe hafi framið sjálfsvíg.

„Ég vil staðfesta það við aðdáendur hans að hann tapaði langri baráttu sinni við geðsjúkdóm og hann framdi sjálfsvíg,“ sagði Martha í myndskeiðinu og bætti við: „TikTok skipti miklu máli fyrir hann. Það gaf honum ánægju. Það gaf honum eitthvað til að hlæja að og láta aðra hlæja og hann kunni virkilega að meta það.“ Sagði hún að Joe hefði „háð mjög, mjög langa og hræðilega baráttu við geðsjúkdóm sinn.“ Sagði hún einnig: „Og við getum bara vonað að núna sé hann búinn að finna frið. En ég vildi bara veita aðdáendum VonViddy útskýringu, svo þið vitið hvað gerðist.“

Í myndbandinu sagði Martha einnig að fyrsta orð hennar hafi verið Joe. „Hann var stóri bróðir minn, mitt eina systkini og þetta er einn versti dagur lífs míns. Ég veit að fólk hefur haft áhyggjur síðan hann sendi út síðasta myndbandið, og það fólk á skilið útskýringu.“

Í téðu myndbandi, hinu síðasta frá Joe, sem hann birti 21. ágúst, fer hann yfir líf sitt og sagði að hann óskaði þess að vera minnst sem „höfund myndbanda sem fékk fólk til að hlæja og höfund tónlistar.“ Aukreitis sagði hann: „Ég vil einnig að mín verði minnst sem sumarbúðaleiðbeinanda sem hjálpaði börnum að skapa hamingjusamar minningar. Ég vil ekki að mér verði minnst sem fíkils og alkóhólista sem lét fjölskyldu sína ganga í gegnum helvíti. En því miður, þá var það líka partur af mér.“

Samfélagsmiðlastjarnan lýsti svo þakklæti sínu til aðdáenda sinna og sagði þeir hefðu skipt hann miklu máli.

- Auglýsing -

„Í heildina átti ég stórkostlegt líf,“ sagði hann að lokum. „Ég fékk að heimsækja hinn enda heimsins og ég hef eignast fullt af vinum úr öllum áttum. Ég hef ekkert til að kvarta yfir og hef ekkert nema ást og frið gagnvart hverju og einu ykkar.“

Kveðjumyndbandið má sjá hér að neðan en viðkvæmir eru varaði við áhorfi.

@vonviddyIt’s all love♬ original sound – VonViddy

- Auglýsing -

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -