Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Hafdís Björg minnist Jóa stjúpföður síns: „Hann var alltaf til staðar fyrir alla, hann var maðurinn sem þú gast alltaf treyst á“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhann Traustason lést 31. mars, 61 árs að aldri, Jói eins og hann var ávallt kallaður, lést eftir að hafa glímt við erfið veikindi vegna krabbameins í lifur.

Jói var ættaður frá Ísafirði, en bjó lengstan hluta ævi sinnar í Reykjavík. Hann og eftirlifandi eiginkona hans, Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir, Gugga, háðu lengi erfiða baráttu við alkóhólisma, en höfðu betur í þeirri baráttu.

Jói
Mynd / Facebook

Útför Jóa fór fram í dag í Fíladelfíu, en vegna samkomubanns og aðstæðna í þjóðfélaginu var ekki hægt að halda hefðbundna útför. Streymi var frá jarðarförinni.

Jói var vinamargur og vel liðinn af þeim sem hann þekkti. Ein af þeim sem minnist hans með mikilli ást og hlýju í dag er Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og margfaldur íslandsmeistari í fitness. Samband þeirra Jóa var náið, þar sem Hafdís Björg er stjúpdóttir Jóa, en hann og móðir Hafdísar Bjargar voru par og giftu sig þegar Hafdís Björg var barn.

Hafdís Björg
Mynd / Facebook

„Skrýtin tilfinning að fylgja einhverjum til grafar í gegnum tölvuskjá. Tilfinningin er eins og maður sé að horfa á bíómynd sem að maður lifir sig inn í. Ég er búin að hugsa mikið um hvað ég myndi vilja segja eða skrifa um hann Jóa. Það hefur reynst mér mjög erfitt að syrgja mann sem ég þekkti svo vel fyrir mörgum árum. Maðurinn sem hann var rétt áður en hann lést var ekki maður sem ég þekkti. Mér finnst eins og hann hafi verið þrír persónuleikar, fyrir neyslu, í neyslu og eftir neyslu. Svo ég hef ákveðið að syrgja þann Jóa sem að ég kynntist og þekkti,“ segir Hafdís Björg og segist alltaf hafa verið að finna kjarkinn sem hún þurfti til að setjast niður með Jóa og rifja upp þann tíma sem þau áttu saman,

„Segja honum hvað hann hafði mikil og góð áhrif á mig sem barn og skamma hann fyrir að hafa yfirgefið okkur. Það er sagt að þegar að manneskja deyr þá setur maður hana á stall og man bara það góða en ég get sagt án þess að hika að það var ekkert slæmt við hann Jóa nema neysla hans. Jói var sá maður sem ég myndi lýsa sem hinum fullkomna fjölskyldu faðir,“ segir Hafdís Björg, sem sjálf á stóra fjölskyldu, eiginmann og fimm syni.

- Auglýsing -

„Ég man þegar að mamma kom með hann heim með stærsta bros í heimi og kynnti mig fyrir nýja kærastanum. Um leið og ég sá hversu góð áhrif hann hafði á mömmu þá vissi ég að þetta væri góður maður. Ég hafði aldrei séð mömmu eins afslappaða og hamingjusama eins og hún var í örmunum hans. Þetta virtist allt svo áreynslulaust og kærleikurinn var svo mikill. Þau komu öllum á óvart með leyni brúðkaupi og mun ég aldrei gleyma þeim degi.“

Jói var alltaf til staðar fyrir alla

Hafdís Björg rifjar upp kosti stjúpföðurs síns:

- Auglýsing -

„Jói var með ótrúlega barnalegan og skemmtilegan húmor, algjör stríðnispúki og tók lífinu aldrei of alvarlega. Hann var strangur en aldrei ósanngjarn. Hann kenndi mér að við værum öll með okkar galla en við ættum að einblína á okkar styrkleika og læra að elska gallana okkar. Hann var alltaf til staðar fyrir alla, hann var maðurinn sem þú gast alltaf treyst á,“ segir Hafdís Björg.

Hún segir Jóa hafa kennt henni að gefast aldrei upp og rifjar upp þegar þau voru í Bláfjöllum eftir skíðaæfingu. „Ég gleymi því ekki þegar að við vorum upp í Bláfjöllum eftir eina skíðaæfinguna þegar að ég sagði við hann: „Ég vildi óska þess að ég myndi þora í stólalyftuna.“ Hann leit á mig og spurði mig hvort ég væri nokkuð lofthrædd. Þegar að hann spurði mig að því þá hélt ég í minni einfeldni að hann ætti við í lyftunni. En nei þegar að við vorum komin efst upp í fjall beint úr stólalyftunni skellti hann mér á háhest og renndi sér niður. Ótrúlegt en satt þá var ég ekkert hrædd því ég treysti honum 100%,“ segir Hafdís Björg.

Hún segir minningar vera margar og dýrmætar. „Það er svo margt sem að mig langar að skrifa en ég ætla láta það bíða þar til við tökum spjallið okkar . Ég elska þig ótrúlega mikið og mun alltaf gera það! Hvíldu í friði elsku Jói minn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -