Bubbi Morthens segir tvær þjóðir búa á Íslandi, ein sem notar krónu og önnur með fulla vasa af evrum og dollurum.
Söngvarinn sívinsæli, Bubbi Morthens skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann segir tvær þjóðir búa á Íslandi. „Ein notar krónu hún nær rétt að halda höfðinu uppúr sjónum með fólkið svamlandi í verðbólgu boðaföllum með verðtrigð krónulán bundin um öklann sem er að drag fólk ofaní grængolandi dýpið,“ skrifaði Bubbi og hélt áfram: „Hin siglir sléttan sjó á lúxus snekjum sínum rekur sinn áróður í sínum einka fjölmiðlum með alla vasa troðna af evrum og dollurum en notar krónuna með seðlabankan sem bakhjarl til þess að borga laun alþíðunar sem vinnur hjá þeim.“
Færsluna má lesa hér í heild sinni:
„Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans segir mikilvægt að stórfyrirtæki á borð við þau sem hafa byggst upp hér á landi í sjávarútvegi og tengdum greinum hafi höfuðstöðvar sínar áfram á Íslandi og við verðum ekki útibúaland. Hann telur íslensku krónuna ekki hamlandi í þeim efnum enda séu öll helstu fyrirtækin komin út úr þeim gjaldmiðli.