Þriðjudagur 10. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Morðingi Rachel Morin gæti verið raðmorðingi: „Hefur nákvæmlega enga virðingu fyrir mannslífum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maðurinn sem grunaður er um morðið á Rachel Morin hefur sýnt að hann beri „enga virðingu fyrir mannslífum“ og gæti verið raðmorðingi, að sögn lögreglustjóra Maryland

Sjá einnig: Fimm barna móðir myrt á vinsælli gönguleið: „Ég elska Rachel, ég myndi aldrei gera henni neitt“

Mannlíf hefur að undanförnu fjallað um morðið á hinni 37 ára gömlu fimm bara móðurinni Rachel Morin. Móðirin fannst nálægt vinsælli gönguleið nærri heimili sínu í Bel Air í Maryland en hún hafði farið út að hlaupa eins og hún hafði oft gert áður.

Lögreglustjórinn í Hartford-sýslu, Jeff Gahler sagði Fox News Digital að hann óttaðist að hinn dularfulli maður muni gera aðra árás og viðurkenndi að sá grunaði gæti verið hvar sem er í landinu.

„Ofbeldið sem sést í máli Rachel sýnir að hann hefur nákvæmlega enga umhyggju, enga virðingu fyrir mannslífum. Ég held að hann muni halda áfram slíku ofbeldi þar til hann næst,“ sagði Gahler. Bætti hann svo við: „Hann gæti verið raðmorðingi.“

Yfirvöld hafa leitað hins miskunnalausa morðinga frá því að lík Morin fannst sjötta ágúst síðastliðinn á Ma & Pa gönguleiðinni í Bel Air, Maryland.

- Auglýsing -

DNA-sýni sem fannst á vettvangi morðsins tengist innbroti og árás á unga stúlku í Los Angeles í mars síðastliðnum, samkvæmt lögreglunni. Myndband náðist af þeim grunaða þar sem hann yfirgefur heimili stúlkunnar en því miður sást ekki í andlit hans.

„Raðmorðingjar byrja alltaf einhvers staðar. Það sem hann gerði í Los Angeles var vissulega, að ég held, í þá átt,“ sagði Gahler á mánudaginn. „Ég held að það hafi verið ætlun hans að valda alvarlegri líkamlegum skaða.“

Þrátt fyrir DNA-sýnin hefur lögreglan ekki getað borið kennsl á þann grunaða og hefur enga hugmynd um það hver hann gæti verið.

- Auglýsing -

„Hann gæti enn verið að fela sig í sýslunni okkar, en hann gæti líka hafa flúið hvert sem er í landinu, jafnvel hvert á land sem er.“

Lögreglan birti myndband af honum eins og áður segir en lögreglan segir manninn vera af rómönsku bergi brotinn, um 175 cm. á hæð og um 75 kíló.

„Þessi manneskja ber enga virðingu fyrir mannslífum og þar til hann verður handsamaður, er hætta á að hann harmi aðra manneskju,“ sagði Gahler við Fox News í síðustu viku.

Fréttin er unnin upp úr frétt The New York Post.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -