Lögregla handtók karlmann í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem hann var vopnaður hnífi. Maðurinn var handtekinn með aðstoð sérsveitar og fluttur á lögregustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa sökum ástands. Síðar um kvöldið var lögregla kölluð til vegna manns sem lét illa á bar. Maðurinn var ofurölvi og gekk hann leiðar sinnar þegar lögregla hafði afskipti af honum.
Íbúi í Breiðholti hafði samband við lögreglu eftir að hann var vitni að fólki í annarlegu ástandi fyrir utan frístundaheimili. Þegar lögregla kom á vettvang var fólkið á bak og burt. Skömmu síðar kastaði ógnandi maður stein í rúðu sem varð til þess að rúðan brotnaði. Hringt var á lögreglu en maðurinn hafði flúið af vettvangi áður en lögregla kom. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði fjóra ökumenn sem ýmist voru undir áhrifum vímuefna eða án ökuréttinda.