„Þegar að komið er á staðinn er augljóst að mótsvæðið er ekki tilbúið að taka á móti öllum þessum fjölda á einn eða neinn hátt, “ sagði Guðjón Rúnar Sveinsson í samtali við Vísi. Bandalag íslenskra skáta vinnur að því að veita þeim sem fóru á Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu í byrjun ágúst viðeigandi aðstoð eftir ferðina en aðstæðurnar voru mjög slæmar. Guðjón var einn þeirra sem leiddi íslenska hópinn á mótið og segir hann að matur,hreinlæti, sjúkrahúsaðstaða, salernisaðstaða og fleira hafi verið verulega ábótavant.
Honum hafði orðið ljóst þegar hann kom á staðinn ómögulegt væri að taka á móti þeim fjölda fólks sem ætlaði sér á mótið. Guðjón segir krakkana ekki hafa haft nægilegan aðgang að vatni og mat fyrstu dagana en þau hafi gist í tjöldum í miklum hita. Skátar höfðu safnað pening fyrir alheimsmótið og velti fólk því fyrir sér hvað hafi orðið af honum. Samkvæmt heimildum Firstpost höfðu skipuleggjendur mótsins eytt fjármununum í ferðalög um heiminn, sumir á skemmtiferðaskipum. Frétt Vísis má lesa í heild sinni hér.