Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ólafur telur stjórnarslit ólíkleg: „Jafnvel þótt það sé sérstök óánægja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, telur stjórnarslit ólíkleg.

Umdeild hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er aðalumræðuefni landsins í dag og bíða margir spenntir eftir að heyra frá ákvörðun hennar um hvort að bannið verður framlengt eða ekki. Sumir telja að Svandís muni sprengja ríkisstjórnina í tætlur ef hún framlengi bannið en Svandís mun tilkynna um ákvörðun sína seinna í dag. Ólafur Harðarsson telur að áframhaldi bann muni ekki verða ríkisstjórninni að falli.

„Ef hún framlengir bannið gengur það örugglega vel í stuðningsmenn VG. Ef hún hins vegar ákveður að framlengja það ekki þá verða Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn ánægðari,“ sagði Ólafur í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Spurningin er hins vegar ef hún framlengir bannið, mun það leiða til stjórnarslita? Það er ekkert sjálfgefið. Það er alveg sérstök ákvörðun og jafnvel þótt það sé sérstök óánægja meðal Sjálfstæðismanna með ákvörðun Svandísar, að þá er það að slíta ríkisstjórninni önnur og algjörlega sérstök ákvörðun. Í rauninni held ég að sama hvernig þetta fer í dag þá myndi ég telja líkurnar á stjórnarslitum minni heldur en meiri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -