- Auglýsing -
Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu á Gleiðarhjalla, norðan við Ísafjarðabæ fyrir stundu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði lent í sjálfheldu á Gleiðarhjalla í Eyrarfjalli, norðan við Ísafjarðabæ. Að sögn starfsmanns Gæslunnar gekk allt að óskum. „Þetta var bara maður sem lenti í sjálfheldu og var bjargað niður,“ sagði starfsmaðurinn í samtali við Mannlíf. Að hans sögn gekk björgunin „ljómandi vel“ og var ferðamaðurinn í góðu standi og amaði ekkert að honum.