Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Senda einstæða móður og átta börn hennar úr landi: „Elsta dóttirin er með andlega fötlun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvær barnafjölskyldur settu sig í samband við Samtökin Réttur barna á flótta í gær og kölluðu eftir hjálp.

Samtökin Réttur barna á flótta sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagt var frá tveimur barnafjölskyldum sem nýlega fengu þær fréttir að umsókn þeirra um hæli á Íslandi hafi verið hafnað og að til standi að reka þær úr landi en önnur þeirra kom hingað til lands í lok síðasta árs en hin hefur verið hér í um níu mánuði.

Önnur fjölskyldan er frá Palestínu en hún kom til Evrópu í gegnum Spán. Móðirin er einstæð með átta börn en aðeins tvö þeirra eru yfir lögaldri. Þrjú barnanna eru í sérlega viðkvæmri stöðu en elsta dóttirin er andlega fötluð og getur ekki séð um sig sjálf, annað er flogaveikt og viðkvæmt fyrir stressi og hið þriðja er að jafna sig eftir uppskurð sem það fór í í lok ágúst. Kemur fram í færslunni að nú ætli yfirvöld á Íslandi að senda fjölskylduna aftur til Spánar, þrátt fyrir að hún hafi ekki fengið vernd þar í landi.

Barnið er að jafna sig eftir aðgerð.
Ljósmynd: Aðsend

 

 

- Auglýsing -

Hin fjölskyldan er frá Írak en kom til Íslands frá Grikklandi þar sem hún hafði dvalð í Chios við ómannúðlegar aðstæður, auk þess sem faðirinn varð fyrir hrottalegu ofbeldi lögreglunnar.

Ljósmynd sem íraska fjölskyldan tók flóttamannabúðunum í Grikklandi

Að lokum fordæma samtökin ákvörðunina um að brottvísa börnum til Grikklands vegna aðstæðanna þar. Þá fordæma samtökin einnig notkun Dyflinnarreglugerðarinna í máli viðkvæmra hópa, sér í lagi í máli veikra barna.

Yfirlýsinguna má í heild sinni hér:

- Auglýsing -

„Í gær settu tvær barnafjölskyldur sig í samband við okkur og kölluðu eftir hjálp vegna brottflutnings.

Önnur fjölskyldan er frá Palestinu og kom til Evrópu í gegnum Spán. Móðirin er einstæð og með 8 börn (þar af tvö yfir lögaldri). Þrjú barnanna eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu: Elsta dóttirin er með andlega fötlun og getur ekki séð um sig sjálf, eitt barnið er flogaveikt og er sérstaklega viðkvæmt fyrir stressi og eitt barnið er enn að jafna sig eftir skurðaðgerð sem það fór í í lok ágúst. Til stendur að senda móðurina ásamt öllum börnunum til Spánar þrátt fyrir að þau hafi ekki fengið vernd þar í landi og hafa þar að auki ekkert tengslanet. Fjölskyldan hefur miklar áhyggjur af öryggi sínu.
Hin fjölskyldan er frá Írak og eru með vernd í Grikklandi þar sem þau dvöldu í 3 ár í Chios þar sem aðstæður voru ómannúðlegar og faðirinn varð fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi lögreglunnar. Börnin tvö eru 11 og 13 ára gömul.
Réttur barna á flótta fordæmir ákvörðun um að brottvísa á börnum til Grikklands þar sem aðstæðum hefur verið lýst og fordæmd í óteljandi skýrslum frá fjölmörgum samtökum. Við fordæmum einnig notkun Dyflinnarreglugerðar í máli viðkvæmra hópa og sérstaklega hér í máli veikra barna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -