Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Guðbergur er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbergur Bergsson er látinn. Hann fæddist 16. október árið 1932 og ólst upp í Ísólfsskála. Hann var á meðal þekktastu rithöfunda landsins. Eftir hann liggur fjöldi bókmenntaverka á borð við skáldsögur og smásögur.  Þekktasta verk hans er Tómas Jónsson, mertsölubók sem kom út árið 1966.

Hann lét sig þjóðfélagsmál miklu varða og skrifaði fjölda greina um margvísleg efni. Hann var óhræddur við að láta skoðandir sínar í ljós, umbúðlaust.

Guðbergur er margverðlaunaður fyrir verk sín sem hafa verið þýdd á fjölda tungumála oog notið mikilla vinsælda. Þá var hann afkastamikill þýðandi og þýddi fjölda verka úr spænsku. Hann hefur í tvígang fengið íslensku bókmenntaverðlaunin.

Guðbergur var 91 árs þegar hann lést á mánudag í faðmi fjölskyldu sinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -