Lögregla handtók í gærkvöldi karlmann sem hafði látið illa og verið með ólæti. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var hann því vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum. Síðar um kvöldið hafði lögregla hendur í hári ökuníðinga sem keyrðu langt yfir hámarkshraða. Sá fyrri ók á 120km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði var 80 km/klst en skömmu síðar var seinni ökumaðurinn stöðvaður en sá ók á 154 km/klst.
Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði einn ökumann sem er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt dagbók lögreglu var nóttin að öðru leyti hin rólegasta og lítið um útköll.