Mánudagur 30. desember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Sanna með í ruglinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgarfulltrúar í Reykjavík áttu saman góða tíma í lúxusferð til Portland og Seattle í Bandaríkjunum á dögunum. Hópurinn var þarna í óljósum tilgangi boði Reykvíkinga sem greiddu fyrir munaðinn allan. Athygli vekur að jafnt leiðandi flokkar í borgarstjórn sem minnihluti tóku þátt í ferðinni sem kennd var af einhverjum við hópefli. Þarna mátti sjá Ein­ar Þor­steins­son, formann borg­ar­ráðs, brosandi út að eyrum að mynda sjálfan sig. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, var með hýrri há í ferðinni góðu. Sjálfstæðismanninum Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur bregður fyrir á myndum. Hún uppljómaðist í ferðinni vegna uppgötvana sem hún gerði varðandi útigangsfólk í Portland.

Reykjavíkurborg er í kröggum vegna skuldamála og skortur einkennir þjónustu borgarinnar. Börn komast ekki á leikskóla fyrr en þau nálgast skólaaldur og hreinsun á rusli er í ólestri. Í því ljósi er bruðlið í Bandaríkjunum athyglisvert. Þá er ekki síst merkilegt að allir flokkar tóku þátt í ruglinu. Sundrungin sem venjulega ríkir í borgarstjórn vék fyrir ánægjunni við að gera vel við sig á kostnað annarra …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -