Þriðjudagur 22. október, 2024
1.4 C
Reykjavik

ADHD-hjón handtekin að ástæðulausu: „Þessum lögreglumönnum ætti að vera vikið úr starfi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Valdimar og Hanna Randrup voru handtekin sama kvöld og segja það hafa verið að ástæðulausu.

Valdimar og Hanna Randrup lýstu upplifun sinni af lögreglunni á Suðurlandi í miklum smáatriðum í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Búa þau saman í Hveragerði og voru bæði handtekin fyrir að keyra í annarlegu ástandi. Hjónin neita því og segjast bæði vera með ADHD-greiningu og á ADHD-lyfjum. Þau segja Valdimari hafa verið beittur harðræði af lögreglu, telja það eigi að reka lögreglumennina sem sinntu þessu máli og hafa leitað sér lögfræðiaðstoðar.

„Lögreglan handtekur mig fyrir framan heimili mitt fyrir fíkniefnaakstur og segir að ég sé annarlegu ástandi og fer með mig á lögreglustöðina. Ástæðan: Ég tók ADHD-lyfin mín. Það þýddi ekkert fyrir mig að vera kurteis og reyna koma lögregluþjónunum í skilning um að ég væri venjulegur maður sem væri með lyfseðil inn á Heilsuveru sem ég sýndi þeim þar sem kom fram heiti lyfsins og hvernig lyfið er skammtað, sem er ein tafla að morgni og ein tafla seinnipartinn,“ sagði Valdimar í þættinum en einnig sé hann hjartveikur og var nálægt því að deyja þess vegna þess fyrir stuttu síðan. Þá á hann erfitt með andardrátt vegna veikinda. 

„Engu var hægt að koma fyrir í höfðinu á lögreglumönnunum um að ég væri ekki í annarlegu ástandi og það að ég væri fyrr um daginn búinn að vera sinna mínu starfi sem málari á lögreglustöðinni á Akranesi og hefði átt samskipti allan daginn við yndislegt starfsfólk lögreglunnar þar í þessu sama ástandi sem lögreglunni á Selfossi fannst vera annarlegt ástand. Nei, ég var fluttur með blá blikkandi ljós í lögreglubíl til Selfoss og þegar ég spurði áður en við lögðum af stað hvort ég mætti tala við konuna mína þá var fyrst svarið skýrt frá lögreglunni: Nei, ég væri í annarlegu ástandi og væri handtekinn. En svona tíu mínútum seinna opnuðu þeir gluggann á bifreiðinni um sirka 7 sentimetra og ég gat talað út um rifuna og sagt konunni minni að ég væri handtekinn fyrir að vera á ADHD-lyfjum. Ég sagðist vera þyrstur og hvort ég gæti farið yfir í bílinn minn og náð appelsínflöskuna mína. Alveg skýrt: Nei. Eftir að ég var búinn að sitja á lögreglustöðinni andstuttur vegna veikinda minna, blá saklaus maður sem hvorki drekkur áfengi, dópar eða reykir, var ég orðinn blóðugur á höndunum vegna síendurtekina tilrauna við að stinga mig og draga úr mér blóð og gólfið blóðugt vegna þess að ég er á blóðþynningu tókst mér að fá það í gegn eftir síendurteknar beiðnir í um 45 mínútur að fá vatnsglas. Ég tók upp símann minn á þessum tímapunkti og sá mér til mikillar skelfingar að ég hafði fengið sms-skilaboð frá tengdasyni mínum en þar stóð að konan mín væri líka handtekin. Ég fylltist þá enn meiri ótta og reyndi að spyrja lögregluþjóna hvað væri um að vera en þá var svarið sem ég fékk að síminn minn væri tekinn af mér og ég sagður vera í annarlegu ástandi og handtekinn og ég fengi ekki að hafa símann minn og fengi ekkert að vita um konuna mína, hvers vegna hún væri líka orðin símalaus og handtekin. Seinna kom í ljós að þessi elska, sem konan mín er, hafði nýlega sagst elska 14 ára son minn og hún ætlaði að elta pabba hans á lögreglustöðina og kæmi svo heim. En hún kom ekki heim fyrr en hálf tvö um nóttina en þetta var um tíuleytið, um kvöldið. Lögreglan hafði sem sagt tekið mig, sem mann í annarlegu ástandi, handtekið konuna mína fyrir allt það sama. Að vera í annarlegu ástandi vegna þess að hún notar líka ADHD-lyf.“

Hefur þessi upplifun Valdimar gjörbreytt áliti hans á lögreglunni og á erfitt með að ímynda sér að þessir lögreglumenn hafi andlega getu til að meðhöndla skotvopn.

„Síðasta hálftímann var ég var farinn að geta breytt ástandinu ásamt lögreglumönnunum og hjúkrunarfræðingnum. Vorum farin að geta átt létt spjall og hlæja. Ég gekk út af lögreglustöðinni fullviss um að allt væri búið og settist upp í bílinn minn sem konan kom á. En þá hleypur lögregluþjóninn út og segir við mig að ég megi ekki keyra heim vegna þess að ég sé annarlegu ástandi. Ástæðan fyrir því að ég er kominn í þetta viðtal er sú að ég vil ekki borga skattpeninginn minn í svo hæfileikalausa lögreglumenn sem ekki bara kunna ekki að lesa í aðstæður né taka neinum sönsum varðandi það að ég sýndi lyfseðilinn minn, að ég væri kurteis, hrósaði þeim fyrir sitt starf, væri andstuttur vegna veikinda minna og minnar vanlíðan vegna hennar. Það var alltaf hert meira og meira þetta kvöld á mína vanlíðan af lögreglumönnum og þau væru að taka miðaldra hjón og gera þau að glæpamönnum í sínum lögguleik heldur líka það að ein helsta ósk lögreglunnar er að fá skotvopn. Ég myndi ekki, miðað við meðferðina sem þessir menn létu okkur hjónin hafa þá myndi ég ekki vilja sjá svona lögreglumenn halda á skotvopni. Eins og ég segi, mér var neitað um vatn, ég er hjartveikur og var nærri dáinn fyrir nokkrum mánuðum. Það er nokkuð ljóst að vinir mínir, ættingjar, kunningjar, fjölskylda ásamt öðrum sem ég hef rætt þetta mál við eru öll sammála um að þessum lögreglumönnum ætti að vera vikið úr starfi.“

- Auglýsing -

Valdimar telur að eitthvað þurfi að breytast innan veggja lögreglunnar vegna þess að þetta fólk sé ekki starfi sínu vaxið.

„Það virðist vera að svo, að mínu mati, að í lögregluna er ráðið starfsfólk sem með engum hætti hefur getu til að sinna sínu starfi sómasamlega,“ sagði Valdimar að lokum en tók fram að mikill meirihluti lögreglumanna væri sómafólk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -