Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Ekki einelti í lagalegu tilliti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andrea Björk Sigurvinsdóttir var eina konan í slökkviliði Fjarðabyggðar þegar hún hóf störf þar sumarið 2017. Hún upplifði síendurtekið áreiti innan slökkviliðsins sem endaði með því að hún brotnaði saman og hætti samkvæmt læknisráði.

Mannlíf óskaði eftir skriflegri greinargerð um mál Andreu frá Sævari Þór Jónssyni, lögmanni hennar og hann hafði þetta um málið að segja:

Í hverju felst kvörtunin?

„Umbjóðandi minn, sem er fyrrum starfsmaður Slökkviliðs Fjarðabyggðar, lagði fram kvörtun um einelti á vinnustaðnum í júlí 2019 þar sem þess var krafist, í samræmi við lög og reglur, að málið yrði rannsakað af hálfu sveitarfélagsins.

Í umræddri kvörtun voru gerðar alvarlegar athugasemdir við starfshætti samstarfsmanna umbjóðanda míns, ekki síður við eftirlit og aðgerðaleysi starfandi slökkviliðsstjóra sem brást ekki við háttseminni þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar umbjóðanda míns um einelti á vinnustaðnum.

Sveitarfélagið féllst á að taka málið til skoðunar og í samræmi við reglugerð var utanaðkomandi ráðgjafi fenginn til að meta kvörtunina. Það verk önnuðust þrír sálfræðingar en vinna þeirra fólst m.a. í því að ræða við starfsmenn og stjórnendur og gefa skýrslu um málið. Þessi skýrsla lá fyrir í desember í fyrra.

„Aftur á móti voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við þá háttsemi sem umbjóðandi minn þurfti að þola af hendi samstarfsmanna sinna.“

- Auglýsing -

Niðurstaðan var sú að ekki hafi verið um einelti að ræða í lagalegu tilliti, s.s. eins og einelti er skilgreint í reglugerð. Aftur á móti voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við þá háttsemi sem umbjóðandi minn þurfti að þola af hendi samstarfsmanna sinna. Í mörgum tilvikum var hún ófagleg og í öðrum óréttlætanleg eins og segir í skýrslunni. Þá var komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur hefðu brugðist umbjóðanda mínum með því að hafa ekki gripið fyrr til aðgerða í samræmi við lög og reglur.“

Fjallað er um mál Andreu í helgarblaðinu Mannlíf.

Hvar er málið statt?

„Þrátt fyrir að niðurstaðan hafi, strangt til tekið, ekki talist einelti í lagalegu tilliti var um alvarlega háttsemi að ræða sem bitnaði á umbjóðanda mínum með ósanngjörnum hætti enda hrökklaðist hún frá störfum haustið 2018 og er óvinnufær í dag. Í háttseminni fólst því ólögmæt meingerð gegn persónu umbjóðanda míns sem sveitarfélagið ber ábyrgð á. Sá miski skal bættur eftir því sem sanngjarnt þykir hverju sinni.

- Auglýsing -

Vegna þessa var með bréfi nú fyrir stuttu lögð fram krafa um miskabætur, sjúkrakostnað og lögmannskostnað úr hendi sveitarfélagsins. Kröfubréf umbjóðanda míns er nú til skoðunar sem sveitarfélagið þarf að taka afstöðu til áður en lengra er haldið.

Verði kröfunni hafnað eða einstökum kröfuliðum þá þarf að fylgja kröfubréfinu eftir með málshöfðun.“

Hver eru fordæmin í dómum í svipuðum málum?

„Miskabætur eru almennt mjög lágar í íslenskum rétti. Mat á miskabótum er atvikabundið enda er ekki stuðst við einn almennan og hlutlægan mælikvarða eða einhverja reikniformúlu. Úrlausnir dómstóla gefa okkur hins vegar ákveðnar vísbendingar.

Einnig er gerð krafa um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar, en um er að ræða sálfræðikostnað í kjölfar atviksins, kostnað vegna koma á heilsugæslu og lyfjakaupa.

Þá er einnig gerð krafa um endurgreiðslu lögmannskostnaðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -