Þrír voru fluttir með þyrlu á Landsspítalann í Fossvogi eftir að rúta með á þriðja tug farþega valt út af þjóðveginum við bæinn Brekku, nálægt Blönduósi rétt fyrir klukkan sex í morgun.
Þrír farþegar rútunnar hafa verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi en fjórir farþegar voru fluttir með sjúkraflugi frá Akureyri. Þá voru einhverjir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri, samkvæmt frétt RÚV. Áfallahjálp og önnur aðstoð er í höndum Rauða krossins.
Eins og tíðkast í hópslysum voru aðgerðarstjórn og samhæfingamiðstöð Almannavarna virkjaðar.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra verður vegurinn lokaður stórum bifreiðum en öðrum stýrt í gegn.
Mbl.is sagði fyrst frá slysinu.