Mannlíf 9. tbl. 40. árg

    Jón Ásgeir Jóhannesson á forsíðu 9. tbl. Mannlífs, 40. árgangur Forsíðumynd / Silja Magg

    Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er í forsíðuviðtali blaðsins. Þar fer hann yfir hæðir og lægðir í ferli sínum sem íslenskur kaupmaður og fjárfestir. Hann deilir með lesendum ævintýri sínu og föður hans heitinum, við stofnun lágvörukeðjunar Bónus. Jón Ásgeir missti gott sem allt í hruninu – en loks er farið að lygna.

    Neytandinn er á sínum stað og kastar ljósi á gríðarlegan verðmun á flatbökum hjá íslenskum veitingastöðum. Pistlar, baksýnisspegillinn og fleira áhugavert efni sem vert er að lesa.

    Nálgast má eintak af blaðinu í verslunum Bónus eða hér á vefnum.