„Það var ekkert stórkostlega öðruvísi. Maður breytti ekki aðferðafræðinni sérstaklega. Það var hins vegar gaman að koma í þessi fyrirtæki.“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson aðspurður hvernig það hefði verið að verða forstjóri í alþjóðlegu fyrirtæki á sínum tíma. Viðtalið við Jón birtist í nýju helgarblaði Mannlífs sem má lesa í heild sinni hér.
„Ég var oft að tala við stjórnendur Iceland Foods í Bretlandi þegar við keyptum það með um 650 búðir og skrifstofur með um 700 manns. Þeir sögðu að það væri ekki nokkur leið að skera niður; ég sagði að ef þeir myndu taka skrifstofufólk per búð per Bónus þá ættu þeir að vera með 114. Það varð til þess að þeir fækkuðu um 150 manns á skrifstofunni en við tókumst oft á um þetta og var sagt að þetta væri svo auðvelt á Íslandi. Það var ekkert þannig. Þetta snýst dálítið um DNA í fyrirtækjunum; það er dálítið erfitt að eiga við það. Öll þekkingin hefur alist upp með ákveðnum hætti og þá er oft erfitt að breyta því.“
Þú tókst þekkinguna sem þú fékkst í Bónus á þetta alþjóðlega svið. Og þú varðst rosalega stór.
„Já, þetta var stórt fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Og stórt í Bretlandi.“