Jón Ásgeir Jóhannesson ræðir við Reyni Traustason í þessum þætti Mannlífsins um hæðir og lægðir á ferli hans sem kaupmaður og fjárfestir. Hann sem byggði upp stórveldið Baug ásamt föður sínum, Jóhannesi heitnum sem kenndur er við Bónus. Í hruninu missti hann nánast allt. Það hefur gefið á bátinn en nú er tekið að lygna.
Jón Ásgeir var árum saman lögsóttur sem rakið er til þáverandi forsætisráðherra. Hann segist ekki vera reiður eða bitur í dag. „Reiðin er rosalega vondur ráðgjafi. Það er ekkert gott að hlusta á hana mikið. Staðreynd er sú að við unnum öll þessi mál.“
Varðandi endurupptökumálið hefur komið í ljós að dómar í þessum hrunmálum voru kveðnir upp af rangstæðum dómurum og Strassbourg búið að setja ítrekað ofan í við íslenska ríkið.
Viðtalið birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs sem nálgast má bæði í verslunum Bónus og hér á vefnum.