Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Telur ljósmynd sanna brot á nýjum reglum: „Greinilega legið svona mikið á að fara að drepa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Facebook færsla um veiði Hvals hf hefur vakið mikla athygli síðasta sólarhring en höfundur færslunnar er Katrín Oddsdóttir. Katrín birtir mynd af annarri af tveimur langreiðum sem skotin voru í fyrsta veiðitúr Hvals hf en myndina tóku náttúruverndarsamtökin Hard to Port.
„HVALUR HF SKÝTUR SIG Í FÓTINN!
Hér sést mynd sem náttúruverndarsamtökin Hard to Port náðu af annarri af TVEIMUR langreyðum sem var skotin með tveimur skutlum í fyrsta veiðitúr Hvals hf. 

Tvö af þremur dýrum voru þannig augljóslega ekki drepin samstundis. Þetta er brot gegn lögum og reglugerð og ekki síst í ljósi þess að vaktstjóri Hvals hf. hefur viðurkennt í viðtali við Moggann að veðurskilyrði til veiðanna hafi verið mjög slæm. 

Þeim hefur greinilega legið svona mikið á að fara að drepa,“ segir í upphafi færslunnar og bætir hún við:

„Í frétt Moggans (hlekkur í athugasemd segir): 

„Veiðarn­ar gengu vel þrátt fyr­ir blindþoku og leiðinda­veður. Hval­ur 8 með einn og Hval­ur 9 með tvo.

Guðmund­ur F. Gunn­laugs­son, stöðvar­stjóri í hval­stöðinni í Hval­f­irði, seg­ir veiðarn­ar hafa gengið nokkuð vel þrátt fyr­ir aðstæður.

- Auglýsing -

„Það geng­ur verr þegar er lítið skyggni,“ seg­ir Guðmund­ur sem var á leið í hval­stöðina til að und­ir­búa komu skip­anna þegar Morg­un­blaðið náði tali af hon­um í gær­kvöldi.“

Það að skjóta á dýrin í slæmum veðurskilyrðum er augljóst brot nýrri reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir setti þegar hún aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Þar segir: 

„5. gr.

- Auglýsing -

Aðstæður við veiðar.

Veiðar á langreyðum skulu fara fram í dagsbirtu. Þá skulu ytri skilyrði vera með þeim hætti að líkur séu til þess að aflífun fari fram samstundis og m.a. gætt að ölduhæð, veðurskilyrðum og skyggni í því sambandi.“

Þessi fyrsti veiðitúr sýnir okkur því ekki aðeins að Hvalur hf. hefur ekki þróað sínar aðferðir þannig að hægt sé að tryggja tafarlausan dauða í takt við lög um velferð dýra. Hann sýnir okkur líka að Hvali hf. er sama þótt veiðarnar séu í augljósri andstöðu við fyrirmæli reglugerðarinnar.’’

Segir hún þá að krafa hafi verið lögð fram að MAST stöðvi veiðarnar og það strax. Bendir hún einnig á að eftirlit með veiðum hafi verið ábótavant og nær aldrei sé gripið til viðurlaga sem lög segja til um.

„Ég held því að nú þurfi matvælaráðherra að finna aftur beinið sem hún hafði í nefinu í júní og stöðva þessar veiðar með reglugerð, enda er ásetningur Hvals hf. augljóslega ekki að fara að þeim regluramma sem veiðunum hafa verið settar. 

Það hægt að halda því fram að þú hafir óvart þurft að skjóta tvisvar, en það er aldrei hægt að halda því fram að þú hafir ekki vitað hversu slæm veðurskilyrðin voru þegar þú byrjaðir að reyna að drepa þessi stóru sjávarspendýr. Þegar fyrir liggur að fleiri en eitt skot þurfti til að drepa fyrsta dýrið var aftur möguleiki á að endurmeta stöðuna og stöðva veiðar í óhagstæðum skilyrðum en þess í stað héldu starfsmenn Hvals hf. áfram og drápu annað dýr með óþarflega kvalarfullum hætti.

Hvalur hf. skaut því ekki aðeins þrjár langreyðar í sínum fyrsta veiðitúr árið 2023. Hann skaut líka sjálfan sig í fótinn.’’

Myndin sem birtist með Facebook-færslunni

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -