ORÐRÓMUR Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingar, hefur farið pólitískum einförum undanfarið og á skjön við flesta.
Hann hefur áréttað, fyrir daufum eyrum oftast, að áhrif kórónuveirunnar væru miklu alvarlegri en ríkisstjórnin gerði sér grein fyrir.
Nýjasta útspil þingmannsins er að hann vill margfalda kostnað ríkisins við listamannalaun.
Svo virðist sem hann geri sér illa grein fyrir því að nú er tími aðhalds að renna upp og ekki annað í boði en að reyna sem best að halda fólki og fyrirtækjum á floti fjárhagslega.
[email protected]